Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 03. desember 2022 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Stones hrósar Maguire - „Búinn að vera frábær"
Mynd: Getty Images

England mætir Senegal á morgun í 16-liða úrslitum á HM.


Enska landsliðið hélt peppfund þar sem var rætt að halda hlutunum gangandi, ekki slaka á.

„Stjórinn, Harry Kane og nokkrir aðrir töluðu. Meðal annars um að skila treyjunni og sokkunum til búningastjórans. Þessir litlu hlutir halda þér á réttu brautinni. Við ræddum hvað er búið að gerast og töluðum um stóru þjóðirnar sem eru úr leik. Við getum ekki lent í því," sagði John Stones.

Stones hefur spilað alla leikina hingað til með Harry Maguire en sá síðarnefndi hefur ekki leikið með Man Utd síðan í ágúst.

„Hann hefur gert allt rétt frá fyrsta leik. Búinn að vera frábær í öllum þremur leikjunum," sagði Stones um Maguire.

Stones og Maguire hafa spilað 32 leiki saman, þar á meðal á HM 2018 þar sem liðið fór í undanúrslit og EM 2020 þar sem liðið fór í úrslit.

„Þetta snýst um að við finnum þetta góða samstarf aftur, sama hverjum við spilum með, mér finnst við hafa gert það í þessum þremur leikjum. Nú er tími til að byggja ofan á það og halda áfram að bæta okkur."


Athugasemdir
banner
banner
banner