Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mán 04. mars 2024 17:00
Elvar Geir Magnússon
Segir Roma hafa fundið sinn Klopp
Daniele De Rossi.
Daniele De Rossi.
Mynd: EPA
Ítalska félagið Roma er í skýjunum með byrjun stjórnartíðar Daniele De Rossi og er að undirbúa langtímasamning fyrir þennan fyrrum miðjumann sinn.

Ítalski blaðamaðurinn Giancarlo Dotto hjá Gazzetta dello Sport segir að De Rossi minni sig mikið á Jurgen Klopp og þau áhrif sem hann hefur haft hjá Liverpool.

De Rossi er 40 ára og vann sjötta deildarleik sinn í sjö leikjum um helgina. Roma er í fimmta sæti ítölsku A-deildarinnar, fjórum stigum á eftir Bologna.

De Rossi tók við af Jose Mourinho í janúar og gerði samning út tímabilið. Nú eru aðeins þrír mánuðir eftit af þeim samningi.

Það eru ekki bara úrslitin sem hafa heillað forráðamenn Roma heldur einnig hvernig samband hann hefur myndað með leikmannahópnum. Ítalskir fjölmiðlar segja að hann fái nýjan tveggja ára samn ing og umtalsverða launahækkun.
Athugasemdir
banner
banner
banner