Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 04. apríl 2020 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Atalanta á og fleiri félög eftir 'nýja Ilicic'
Josic Ilicic. Þessi mynd var tekin eftir að hann skoraði fernu í Meistaradeildinni gegn Valencia áður en fótbolti stöðvaðist vegna kórónuveirunnar.
Josic Ilicic. Þessi mynd var tekin eftir að hann skoraði fernu í Meistaradeildinni gegn Valencia áður en fótbolti stöðvaðist vegna kórónuveirunnar.
Mynd: Getty Images
Ítalskir fjölmiðlar fjalla um það að Atalanta og Inter séu að berjast um Filip Marchwinski, 18 ára gamlan leikmann Lech Poznan í Póllandi. Marchwinski hefur verið kallaður 'hinn nýi Josip Ilicic.

Marchwinski komst í aðallið Lech Poznan á síðustu leiktíð og spilaði sinn fyrsta aðalliðsleik mánuði fyrir sautjánda afmælisdag sinn. Á þessu tímabili hefur hann spilað í 13 leikjum með aðalliðinu.

Hann er sóknarsinnaður miðjumaður sem getur einnig spilað á kantinum og sem fölsk nía.

Juventus er einnig sagt hafa áhuga á honum, sem og Ajax í Hollandi og Hoffenheim í Þýskalandi.

Eins og kemur fram hér að ofan þá hefur Marchwinski verið líkt við Josip Ilicic, 32 ára gamlan leikmann Atalanta. Ilicic er á þessu tímabili að eiga sitt besta tímabil á ferlinum og hefur hann skorað 21 mark í 29 keppnisleikjum á leiktíðinni.


Athugasemdir
banner
banner