Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 04. apríl 2020 19:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Carragher: Harry Kane er á krossgötum á versta mögulega tíma
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Harry Kane og staða hans hjá Tottenham hefur að undanförnu verið í umræðunni. Kane hefur haldið tryggð við Tottenham undanfarin ár enda liðið leikið vel og verið líklegt til afreka.

Tímamót urðu þegar Mauricio Pochettino var látinn fara sem stjóri hjá félaginu og Jose Mourinho tók við. Christian Eriksen er farinn eftir mörg ár hjá félaginu og eilítið eins og Harry Kane sé að tala undir rós þegar framtíð hans er rædd.

Jamie Carragher, sérfræðingur hjá Sky Sports og goðsögn hjá Liverpool, veltir steinum þegar kemur að framtíð Kane. Carragher er á því að Kane sé á krossgötum á sínum ferli og tímasetningin sé vond. Carragher skrifaði um þetta í dálki sínum hjá The Telegraph.

„Harry Kane er kominn að krossgötum á sínum ferli á versta mögulega tímapunkti. Í öðrum aðstæðum væru ummæli Kane, um að hann væri opinn fyrir því að skipta um félag, sanngjörn."

„Aðstæðurnar í dag, vegna kórónaveirunnar, eru langt í frá eðlilegar, félög eru að tapa peningum og þurfa að skerða hjá sér í stað þess að undirbúa stórar fjárfestingar."

„Það þýðir ef að þeir leikmenn sem kosta hvað mest vilja komast í burtu þá eru minni líkur á að ósk þeirra verði uppfyllt."

„Kane fellur í þann flokk. Fá félög hafa efni á honum og ég er ekki viss um að mörg þeirra leggi í erfiðar samningaviðræður við Daniel Levy, stjórnarformann Tottenham, í þessu árferði."

„Kane verður 27 ár í júlí. Við höfum ekki hugmynd hvenær næsti gluggi opnast eða hvenær næsta tímabil hefst. Ef Kane fer ekki fljótlega verður staðan flókknari hjá honum."

„Þegar leikmenn verða 28 ára þá hefur það sálfræðilega mikil áhrif á félög. Þau líta á leikmenn eins og þeir séu að verða þrítugir og litlir möguleikar á að selja leikmann áfram."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner