Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   fim 04. apríl 2024 11:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Ég vil leikmenn sem vilja spila fyrir FH frekar en fyrir peningana"
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Böðvar Böðvarsson valdi að koma heim í FH eftir mörg ár í atvinnumennsku.
Böðvar Böðvarsson valdi að koma heim í FH eftir mörg ár í atvinnumennsku.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH fagnar marki.
FH fagnar marki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Gylfi sagðist ætla að enda ferilinn í FH en hann mismælti sig og er að enda ferilinn í Val," sagði Hörður Magnússon, íþróttafréttamaður og fyrrum sóknarmaður FH, í niðurtalningunni hér á Fótbolta.net.

Gylfi, sem er uppalinn í FH, skrifaði undir tveggja ára samning við Val og spilar með Hlíðarendafélaginu í Bestu deildinni í sumar.

Þetta eru risastórar fréttir fyrir fótboltann á Íslandi og verður gaman að fylgjast með Gylfa í deildinni hér heima í sumar. Áður en hann samdi við Val þá reyndu önnur félög á Íslandi að klófesta hann. Víkingur gerði heiðarlega tilraun og þá hafði KR líka áhuga.

Uppeldisfélag Gylfa, FH, fór ekki í viðræður við hann. Stuðningsmenn FH eru margir hverjir svekktir að hafa misst af Gylfa en hann talaði um að hann hafi ekki samning hjá FH.

Jón Erling Ragnarsson, fyrrum leikmaður FH og núverandi stjórnarmeðlimur félagsins, skrifaði í kjölfarið pistil þar sem hann sagði að Gylfi og umboðsmaður hans hefðu vitað af því að FH gæti ekki borgað sömu laun og Valur, og Gylfi hefði ekki þegið boð félagsins að mæta á æfingar hjá FH.

„Þetta mun hafa áhrif á leiki FH og Vals í sumar. Það verða popp og kók leikir," sagði Hörður í Niðurtalningunni.

„FH-hjartað er stórt og það slær í FH-ingum. Pabbi talar um mismæli en FH-hjartað er bara ekki stærra í Gylfa," sagði Magnús Haukur Harðarson í þættinum og bætti við:

„Mér líður bara allt í lagi með þetta. Ef Gylfi vill fara í FH, þá er það frábært. Hann fór ekki í FH og það skiptir ekki máli. Ég er ekkert sár og svekktur yfir því. Ég vill frekar leikmenn sem vilja spila fyrir FH frekar en fyrir peningana."

„Ég ætla gera orð Jóns Erlings Ragnarssonar - sem birti áhugaverða færslu á Facebook - að mínum eigin. Hún segir það sem flestir FH-ingar hugsa og eru sammála," sagði Hörður.

Böðvar Böðvarsson valdi að fara heim í FH þegar hann kom úr atvinnumennsku í vetur, en hann vildi ekki fara í viðræður við önnur félög.

„Böddi er bara FH-ingur og öll hans fjölskylda eru FH-ingar. Hann er góður drengur og frábær manneskja. Það mun gefa FH gríðarlega mikið að fá hann inn á völlinn," sagði Magnús Haukur en hægt er að hlusta á þennan skemmtilega þátt í heild sinni hér fyrir neðan.
Niðurtalningin - F er fyrir fótbolta og H er fyrir Hödda Magg
Athugasemdir
banner
banner