Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 04. ágúst 2020 17:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bestur í 3. deild: Einn gamall kall sem spilar 56 mínútur
Hörður Sveinsson (Reynir S.)
Hörður Sveinsson.
Hörður Sveinsson.
Mynd: Aðsend
Reynir Sandgerði er í toppsæti 3. deildar karla með 23 stig eftir níu leiki. Í 8. umferð sigraði liðið Sindra, 7-1, og skoraði Hörður Sveinsson þrennu í leiknum. Hörður er fyrir vikið Jako Sport-leikmaður umferðarinnar í 8. umferð. Það er hlaðvarpsþátturinn Ástríðan sem sér um að velja leikmann umferðarinnar og má hlusta á þáttinn í heild sinni hér að neðan.

Hörður, sem er fæddur árið 1983, hefur skorað fimm mörk í níu leikjum. Hörður lék á sínum tíma 189 leiki í efstu deild og skoraði í þeim 58 mörk. Hann lék sem atvinnumaður með Silkeborg og Tromsö á árunum 2006-2008.

„Hjá Reyni eru það gömlu kallarnir, reynslan sem er að skila," sagði Óskar Smári Haraldsson.

„Það voru margir sem komu til greina sem leikmaður umferðarinnar, Gauti, Baxterinn en það er einn gamall kall sem spilar 56 mínútur og skorar þrjú mörk. Þú tekur það ekki af honum," sagði Sverrir Mar Smárason.

Sjá einnig:
Bestur í 6. umferð - Todor Hristov (Einherji)
Bestur í 7. umferð - Luke Morgan Conrad Rae (Tindastóll)
Ástríðan - Allt það helsta í 2. og 3. deild með góðum gesti
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner