þri 04. ágúst 2020 10:00
Magnús Már Einarsson
Leikur Íslands og Englands fyrir luktum dyrum
Það verður tómlegt á Laugardalsvelli þegar England kemur í heimsókn.
Það verður tómlegt á Laugardalsvelli þegar England kemur í heimsókn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
UEFA hefur greint frá því að allir landsleikir í september muni fara fram fyrir luktum dyrum vegna kórónuveirunnar.

Norska knattspyrnusambandið fjallar um þetta á heimasíðu sinni í dag og segir að leikir liðsins í september verði fyrir luktum dyrum þrátt fyrir að yfirvöld í Noregi hafi leyft allt að 200 áhorfendur á leiki þar í landi.

Ísland mætir Englandi í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli laugardaginn 5. september næstkomandi og engir áhorfendur verða á þeim leik.

Þremur dögum síðar mætir Ísland síðan Belgíu á útivelli í Þjóðadeildinni.

Kvennalandsliðið mætir Lettlandi og Svíþjóð 17. september og 22. september í undankeppni EM en þeir leikir fara einnig fram fyrir luktum dyrum á Laugardalsvelli.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner