Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 04. september 2019 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Verratti um Lukaku: Stöðvum leiki þegar svona gerist
Mynd: Getty Images
Marco Verratti, leikmaður Paris Saint-Germain í Frakklandi, vonar að gripið verði til róttækra aðgerða varðandi kynþáttafordóma í knattspyrnunni.

Þessi 26 ára gamli miðjumaður er mættur í herbúðir ítalska landsliðsins en liðið mætir Armeníu á morgun í undankeppni Evrópumótsins.

Hann var vel var við atvikið sem átti sér stað í leik Cagliari og Inter á dögunum en stuðningsmenn Cagliari voru þá með kynþáttafordóma í garð Romelu Lukaku hjá Inter.

Verratti segir að það verði að grípa til róttækra aðgerða til að stöðva þetta.

„Við verðum að stöðva leikina því annars miðar okkur ekkert áfram. Það er stórt skref að taka en við verðum að gera það annars verða alltaf 4-5 heimskingjar sem láta svona," sagði Verratti.

„Ég er sammála Lukaku og það er undir okkur leikmönnunum komið að sýna að við erum fyrirmyndir fyrir alla," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner