fös 05. febrúar 2021 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
„Býr yfir eiginleikum sem við í Breiðabliki höfðum ekki áður"
Jason Daði Svanþórsson
Jason Daði Svanþórsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jason Daði Svanþórsson samdi síðasta sumar við Breiðablik og yfirgaf uppeldisfélagið Aftureldingu eftir tímabilið.

Hjá Breiðabliki hittir Jason fyrir sinn fyrrum liðsfélaga hjá Aftureldingu, Róbert Orra Þorkelsson. „Ég tek þessa ákvörðun sjálfur en Robbi er góður vinur minn og talar mjög vel um Breiðablik. Það hjálpaði til," sagði Jason við Fótbolta.net aðspurður um félagaskiptin í september.

Fréttaritari spjallaði við Róbert Orra um liðið tímabil og ýmislegt annað sem birt verður síðar. Hér verða birt svör Róberts þegar hann var spurður út í komu Jasonar til Blika.

Hvernig er að fá þinn fyrrum liðsfélega í Breiðablik?

„Það er frábært að fá Jason. Hann er frábær sama hvort það sé innan eða utan vallar," sagði Róbert.

Hvað gefur hann Breiðabliki með sínum leikstíl og hæfileikum?

„Hann gefur okkur gífurlega margt, er ólíkur flestum í hans stöðu. Hann býr yfir eiginleikum sem við í Breiðabliki höfðum ekki áður."

Þeir Róbert og Jason verða væntanlega í eldlínunni í kvöld þegar Breiðablik mætir ÍA í úrslitaleik Fótbolta.net mótsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner