Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   fim 03. september 2020 11:30
Elvar Geir Magnússon
Jason Daði: Breiðablik getur hjálpað mér að vaxa sem leikmaður
Lengjudeildin
Mynd: Raggi Óla
Sóknarleikmaðurinn Jason Daði Svanþórsson mun ganga í raðir Breiðabliks eftir tímabilið en frá því var gengið í júlímánuði.

Jason verður 21 árs síðar á árinu en þessi smái en knái leikmaður hefur vakið mikla athygli fyrir framgöngu sína með Aftureldingu.

Í gær skoraði hann bæði mörk liðsins í 3-2 tapi Aftureldingar gegn Magna og eftir leik ræddi Sæbjörn, fréttamaður Fótbolta.net, við hann.

Jason var spurður út í ástæðu þess að Breiðablik varð fyrir valinu.

„Þetta er mjög flottur klúbbur sem getur hjálpað mér að vaxa sem leikmaður. Það er í raun og veru ástæðan," segir Jason. Verður erfitt að yfirgefa Aftureldingu?

„Já auðvitað."

Annar ungur leikmaður fór frá Aftureldingu til Breiðabliks fyrir þetta tímabil, Róbert Orri Þorkelsson.

„Ég tek þessa ákvörðun sjálfur en Robbi er góður vinur minn og talar mjög vel um Breiðablik. Það hjálpaði til," segir Jason en viðtalið má sjá í heild hér að neðan.
Jason Daði: Galið að við fáum víti á okkur þegar markmaðurinn okkar heldur á boltanum
Athugasemdir
banner
banner