
Það er aðeins einn opinber leikur á dagskrá á undirbúningstímabilinu í dag. Þar á Keflavík heimaleik við Tindastól í Lengjubikar kvenna.
Liðin eigast við í fyrstu umferð kvennamóts Lengjubikarsins eftir að karlamótið fór af stað með tveimur leikjum í gær.
Keflavík og Tindastóll munu bæði keppa í Bestu deildinni í sumar. Keflavík hélt sæti sínu í deild þeirra bestu á meðan TIndastóll komst upp úr Lengjudeildinni.
Keflavík og Tindastóll eru í erfiðum riðli 2 í A-deild ásamt Breiðabliki, Stjörnunni, ÍBV og Aftureldingu.
Úrslitaleikur Reykjavíkurmóts kvenna átti einnig að fara fram en samkvæmt vefsíðu KSÍ hefur honum verið frestað í annað sinn. Þar munu Þróttur R. og Valur eigast við.
Leikur dagsins:
14:00 Keflavík - Tindastóll (Nettóhöllin)
Athugasemdir