Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
   fös 05. mars 2021 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Voru mjög skemmtilegir í fyrra og ég held þeir fari upp í ár"
Lengjudeildin
Fram hafnaði í þriðja sæti í fyrra.
Fram hafnaði í þriðja sæti í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Sveinsson, þjálfari Fram.
Jón Sveinsson, þjálfari Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram var hársbreidd frá því að komast upp í Pepsi Max-deildina á síðustu leiktíð en liðið var í þriðja sæti þegar mótinu var slaufað. Fram var með jafnmörg stig og Leiknir Reykjavík en með slakari markatölu og því fóru Leiknismenn upp.

Fram er spáð góðu gengi í sumar en í ótímabærri spá sem var opinberuð í útvarpsþættinum Fótbolta.net síðasta laugardag var þeim spáð efsta sætinu.

Sjá einnig:
Svona er ótímabæra spáin fyrir Lengjudeildina

Rafn Markús Vilbergsson, fyrrum þjálfari Njarðvíkur, hefur trú á þeim fyrir sumarið.

„Þeir voru grátlega nálægt því í fyrra. Mér finnst innkoma Jón Sveins, þjálfara, og líklega fleiri í kringum liðið hafa breytt rosalega miklu. Það er einhver ró yfir Fram," sagði Rafn Markús.

Jón Sveinsson er goðsögn sem leikmaður hjá Fram en hann er núna á leið inn í sitt þriðja tímabil sem þjálfari liðsins.

„Þeir voru mjög skemmtilegir í fyrra og ég held þeir fari upp í ár," sagði Rafn.

„Ég held að hann hafi náð að tengja nútímann og sögulega tímann saman einhvern veginn. Hann á endalaust af leikjum í bikarúrslitum, titla og hitt og þetta. Ég held að það skipti miklu máli í Fram. Hvernig hann talar við hópinn og út á við, hann er hundfúll þegar hann tapar og ekkert í skýjunum þegar hann vinnur; jafnaðargeðið er gott hjá honum. Svo eru þeir með ákveðinn svindlkall í þessari deild í Fred (Saraiva)."

Hlusta má á þáttinn í heild sinni hér að neðan.


Útvarpsþátturinn - Ótímabær Lengjuspá og Alexander Scholz
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner