Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
   mán 05. maí 2025 23:16
Hilmar Jökull Stefánsson
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var eðli málsins samkvæmt í sjöunda himni eftir 3-0 sigur hans manna á Stjörnunni úr Garðabæ. Magnús minnist þó fallins vinar og segir sigurinn tileinkaðan honum Guðjóni Ármanni, sem var í meistaraflokksráði Aftureldingar, en hann lést á dögunum.


Lestu um leikinn: Afturelding 3 -  0 Stjarnan

Maggi hefur í viðtölum að undanförnu talað um að hann sé ánægður með liðið sitt og að það muni koma að því að strákarnir skori mörk, en fyrir leikinn í kvöld hafði Afturelding einungis skorað eitt mark í fyrstu fjórum leikjum sínum í Bestu-deildinni.

„Já algjörlega. Þetta var frábær leikur hjá strákunum og frábær tilfinning. Ég vil byrja á því að tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni sem var í meistaraflokksráði hjá okkur sem lést á dögunum. Og votta dýpstu samúðarkveðjur til fjölskyldu hans og vina. Þessi sigur er fyrir Gauja. Það eru sjálfboðaliðar eins og hann sem hafa hjálpað við að koma liðinu upp í Bestu-deildina. Hann vann frábært starf fyrir félagið og hans verður sárt saknað.“

„Mér fannst vera kraftur í strákunum í dag. Frammistaðan í síðasta leik, mér fannst hún allt í lagi þrátt fyrir að við höfum tapað 3-0. Mér fannst margt falla á móti okkur þar og það vantaði herslumun. Þetta er svolítið eins og tómatsósa. Þegar það byrjar smá að koma þá sprautast allt út úr henni. Það var þannig með mörkin hérna.“

Var eitthvað sem Magnús ræddi við strákana fyrir leik um að liðið gæti herjað á eða var þetta bara ykkar bolti?

„Við förum alltaf yfir andstæðingana en hugsum fyrst og fremst um sjálfa okkur. Svo förum við yfir helstu hættur andstæðinganna og mér fannst við loka á þær í dag og gera það vel. Að sama skapi nýta okkur einhverja veikleika.“

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan


Athugasemdir