Manchester United er tilbúið að kaupa nýjan sóknarmann í sumar og vill fá Benjamin Sesko frá RB Leipzig.
Hinsvegar fær félagið samkeppni frá Newcastle sem hefur lagt fram formleg tilboð í slóvenska landsliðsmanninn.
Hinsvegar fær félagið samkeppni frá Newcastle sem hefur lagt fram formleg tilboð í slóvenska landsliðsmanninn.
The Athletic segir að Manchester United sé einnig að undirbúa það að gera formlegt tilboð en segir að önnur nöfn séu á blaði ef ekki tekst að landa Sesko.
Þar er Nicolas Jackson, sem skoraði 13 mörk í öllum keppnum fyrir Chelsea á síðasta tímabili, nefndur og einnig talað um Randal Kolo Muani, franska landsliðsmanninn hjá PSG. Kolo Muani var lánaður til Juventus á síðasta tímabili.
Ef United tekst ekki að fá inn nýjan sóknarmann mun Rasmus Höjlund hefja nýtt tímabil sem fremsti maður liðsins.
Athugasemdir