Simon Stone, fréttamaður breska ríkisútvarpsins, segir að danski sóknarmaðurinn Rasmus Höjlund hafi komið að fyrra bragði til fjölmiðlamanna eftir æfingaleik Manchester United í nótt, og gefið kost á sér í viðtöl.
Framtíð Höjlund hjá United er í óvissu en félagið er að skoða aðra sóknarmenn og sagt að Slóveninn Benjamin Sesko hjá RB Leipzig sé efstur á óskalistanum.
Höjlund skoraði í 4-1 sigri Manchester United gegn Bournemouth í æfingaleik í Bandaríkjunum í nótt. Hann skoraði 10 mörk í 52 leikjum í öllum keppnum á síðasta tímabili.
„Markmið mitt er alveg ljóst. Ég hyggst vera áfram og berjast fyrir minni stöðu í liðinu. Samkeppni er bara af hinu góða, hún gerir mig betri. Ég er meira en tilbúinn og klár í hvað sem er. Mér finnst ég beittur," segir Höjlund.
„Ég er enn mjög ungur. Ég er bara 22 ára og hef lært mikið. Ég er að þróast og verða betri. Síðasta tímabil var erfitt fyrir okkur alla. Ég hefði átt að gera betur og allir vita það. En þetta er líka liðsíþrótt og ég hefði getað fengið meiri hjálp. En við erum að þróast í rétta átt og ég er spenntur fyrir því sem er framundan."
Framtíð Höjlund hjá United er í óvissu en félagið er að skoða aðra sóknarmenn og sagt að Slóveninn Benjamin Sesko hjá RB Leipzig sé efstur á óskalistanum.
Höjlund skoraði í 4-1 sigri Manchester United gegn Bournemouth í æfingaleik í Bandaríkjunum í nótt. Hann skoraði 10 mörk í 52 leikjum í öllum keppnum á síðasta tímabili.
„Markmið mitt er alveg ljóst. Ég hyggst vera áfram og berjast fyrir minni stöðu í liðinu. Samkeppni er bara af hinu góða, hún gerir mig betri. Ég er meira en tilbúinn og klár í hvað sem er. Mér finnst ég beittur," segir Höjlund.
„Ég er enn mjög ungur. Ég er bara 22 ára og hef lært mikið. Ég er að þróast og verða betri. Síðasta tímabil var erfitt fyrir okkur alla. Ég hefði átt að gera betur og allir vita það. En þetta er líka liðsíþrótt og ég hefði getað fengið meiri hjálp. En við erum að þróast í rétta átt og ég er spenntur fyrir því sem er framundan."
Rasmus Hojlund #MUFC#PLSummerSeries pic.twitter.com/568g4UVlFK
— Yasser (@_iYasser99) July 31, 2025
Athugasemdir