Árborg mætir Skallagrím í lokaumferð 4. deildar karla á JÁVERK-vellinum á Selfossi í dag.
Staðan er þannig að Árborg situr í 3. sæti en með sigri getur liðið farið upp fyrir Ými og í annað sætið.
Ef Árborg tapar stigum í dag mun Ýmir fara upp í 3. deild en með sigri getur það sett pressu á Kópavogsliðið í baráttunni.
Völsungur mætir þá Einherja í A-úrslitum 2. deildar kvenna. Völsungur er í 3. sæti deildarinnar með 35 stig, fjórum stigum frá KR sem er í öðru sæti. Einherji er á meðan með 24 stig í fjórða sætinu.
Leikir dagsins:
2. deild kvenna - A úrslit
17:30 Völsungur-Einherji (PCC völlurinn Húsavík)
4. deild karla
20:00 Árborg-Skallagrímur (JÁVERK-völlurinn)
4. deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Tindastóll | 18 | 13 | 4 | 1 | 48 - 14 | +34 | 43 |
2. Ýmir | 18 | 11 | 4 | 3 | 50 - 29 | +21 | 37 |
3. Árborg | 18 | 10 | 5 | 3 | 46 - 28 | +18 | 35 |
4. Hamar | 18 | 9 | 3 | 6 | 45 - 41 | +4 | 30 |
5. KÁ | 18 | 5 | 7 | 6 | 41 - 39 | +2 | 22 |
6. KH | 18 | 7 | 1 | 10 | 50 - 52 | -2 | 22 |
7. Kría | 18 | 6 | 3 | 9 | 38 - 60 | -22 | 21 |
8. KFS | 18 | 5 | 2 | 11 | 45 - 46 | -1 | 17 |
9. Skallagrímur | 18 | 5 | 2 | 11 | 34 - 40 | -6 | 17 |
10. RB | 18 | 2 | 3 | 13 | 26 - 74 | -48 | 9 |
Athugasemdir