
Landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir lék á dögunum sinn hundraðasta leik í NWSL deildinni í Bandaríkjunum sem er ein sú sterkasta í heimi.
Gunnhildur, sem er 33 ára gömul, hefur leikið með bæði Utah Royals og Orlando Pride í þessari sterku deild.
Hún spilaði sinn hundraðasta leik fyrr í þessari viku er Orlando Pride mætti OL Reign. Gunnhildur spilaði allan tímann í leiknum sem endaði með 3-0 tapi fyrir hennar lið.
Tímabilið er núna búið hjá Orlando Pride en það er spurning hvort Gunnhildur verði þar áfram á næstu leiktíð. Það er óvíst eins og staðan er í dag.
Gunnhildur Yrsa er núna með landsliðinu í Portúgal þar sem liðið er að undirbúa sig fyrir einn mikilvægasta leik sem það hefur spilað.
Just two changes from the Pride's last game out. Kylie Strom and Darian Jenkins are in for Celia and Ally Watt.
— Austin David (@AustinDavid22) October 2, 2022
Also, with her start tonight, Gunny Jonsdottir gets her 100th NWSL appearance.
If the Pride win or draw, they deny the Reign the regular season championship. https://t.co/p0Ip1Kq1EH
Athugasemdir