Liverpool berst við spænsku risana um Wharton - Nkunku orðaður við Liverpool - Rodrygo í enska boltann?
   lau 05. nóvember 2022 16:59
Aksentije Milisic
England: Haaland kom Man City til bjargar - Leeds vann í sjö marka leik
Hetjan.
Hetjan.
Mynd: EPA
Tvenna.
Tvenna.
Mynd: Nottingham Forest

Fjórum leikjum var að ljúka í ensku úrvalsdeildinni en það var líf og fjör í leikjunum og mikið skorað.


Á Etihad vellinum í Manchester áttust við Man City og Fulham. Julian Alvarez kom City í forystu á sextándu mínútu eftir sendingu frá Ilkay Gundon og þá héldu flestir að dagsverkið yrði auðvelt fyrir City.

Svo var alls ekki því á 26. mínútu fékk Joao Cancelo beint rautt spjald fyrir að brjóta á Harry Wilson sem var sloppinn í gegn. Andreas Pereira skoraði af miklu öryggi af vítapunktinum.

City reyndi hvað það gat til að skora manni færri og í síðari hálfleiknum komu þeir Phil Foden og Erling Braut Haaland inn á.

Haaland kom boltanum í netið en VAR skoðaði atvikið og var dæmt rangstæða. Það var á 94. mínútu leiksins sem brotið var á Kevin De Bruyne innan vítateigs og var það Norðmaðurinn Haaland sem steig á punktinn.

Hann skoraði en tæpt var það. Vítaspyrnan var ekki sérstök, Bernd Leno var í boltanum en inn lak hann. City vann því 2-1 sigur.

Á Elland Road fór fram ótrúlegur leikur þar sem Leeds vann Bournemouth í sjö marka leik. Bournemouth komst í 1-3 þegar síðari hálfleikur var nýfarinn en heimamenn náðu ótrúlegri endurkomu. 

Rasmus Kristensen minnkaði muninn með frábæru skoti utan teigs og átta mínútum síðar jafnaði Liam Cooper með góðum skalla. Það var svo Summerville sem var aftur hetja Leeds en hann tryggði sigurinn sex mínútum fyrir leikslok. Hann skoraði einnig sigurmarkið á Anfield um síðustu helgi.

Nottingham Forest bjargaði stigi gegn Brentford en liðið jafnaði metin á 96. mínútu leiksins. Morgan Gibbs-White gerði bæði mörk nýliðana.

Þá vann Brighton sinn annan leik í röð þegar liðið lagði Wolves að velli með þremur mörkum gegn tveimur.

Leeds 4 - 3 Bournemouth
1-0 Rodrigo ('3 , víti)
1-1 Marcus Tavernier ('7 )
1-2 Philip Billing ('19 )
1-3 Dominic Solanke ('48 )
2-3 Rasmus Kristensen ('60 )
3-3 Liam Cooper ('68 )
4-3 Summerville ('84)

Manchester City 1 - 1 Fulham
1-0 Julian Alvarez ('16 )
1-1 Andreas Pereira ('28 , víti)
Rautt spjald: Joao Cancelo, Manchester City ('26)

Nott. Forest 2 - 2 Brentford
1-0 Morgan Gibbs-White ('20 )
1-1 Bryan Mbeumo ('45 , víti)
1-2 Yoane Wissa ('75 )
2-2 Morgan Gibbs-White

Wolves 2 - 3 Brighton
0-1 Adam Lallana ('10 )
1-1 Goncalo Guedes ('12 )
2-1 Ruben Neves ('35 , víti)
2-2 Kaoru Mitoma ('44 )
2-3 Pascal Gross ('83)
Rautt spjald: Nelson Semedo, Wolves ('45)


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 36 25 8 3 83 37 +46 83
2 Arsenal 36 18 14 4 66 33 +33 68
3 Newcastle 36 20 6 10 68 45 +23 66
4 Chelsea 37 19 9 9 63 43 +20 66
5 Aston Villa 37 19 9 9 58 49 +9 66
6 Man City 36 19 8 9 67 43 +24 65
7 Nott. Forest 36 18 8 10 56 44 +12 62
8 Brentford 36 16 7 13 63 53 +10 55
9 Brighton 36 14 13 9 59 56 +3 55
10 Bournemouth 36 14 11 11 55 43 +12 53
11 Fulham 36 14 9 13 51 50 +1 51
12 Crystal Palace 36 12 13 11 46 48 -2 49
13 Everton 36 9 15 12 39 44 -5 42
14 Wolves 36 12 5 19 51 64 -13 41
15 West Ham 36 10 10 16 42 59 -17 40
16 Man Utd 37 10 9 18 42 54 -12 39
17 Tottenham 37 11 5 21 63 61 +2 38
18 Ipswich Town 36 4 10 22 35 77 -42 22
19 Leicester 36 5 7 24 31 78 -47 22
20 Southampton 36 2 6 28 25 82 -57 12
Athugasemdir