
Valdimar Daði Sævarsson er genginn til liðs við Þór en hann gerir eins árs samning við félagið.
Valdimar Daði er tvítugur sóknarmaður hann er uppalinn í KR en hefur leikið flesta leiki sína á ferlinum með KV á láni frá KR. Hann lék með KV í Lengjudeildinni í sumar og lék 13 leiki og skoraði eitt mark.
Hann á sjö landsleiki með unglingalandsliðum Íslands en hann lék síðast með u18 ára landsliðinu árið 2019.
Hann þekkir vel til Þórs þar sem hann hefur æft með yngri flokkum félagsins í gegnum tíðina.
„Við erum virkilega stolt af því að Valdimar Daði hafi ákveðið að ganga til liðs við okkur og bjóðum hann velkominn í Þorpið!" Segir í tilkynningu Þórs.
Athugasemdir