Liverpool berst við spænsku risana um Wharton - Nkunku orðaður við Liverpool - Rodrygo í enska boltann?
   lau 05. nóvember 2022 12:00
Aksentije Milisic
Góð spilamennska Fulham kemur Guardiola ekki á óvart

Manchester City og Fulham mætast í ensku úrvalsdeildinni í dag klukkan 15 en með sigri geta heimamenn farið á toppinn.

Fulham hefur komið mörgum á óvart það sem af er tímabilinu en liðið situr í sjöunda sæti deildarinnar. Liðið hefur hins vegar ekki komið Pep Guardiola, stjóra Man City, á óvart.


„Ég er alls ekki hissa. Sjáðu hvernig þeir spiluðu í Championship deildinni á síðasta tímabili. Þeir áttu góðan félagsskiptaglugga og stjórinn þeirra er frábær," sagði Pep.

„Þeir eru góðir að finna svæðin. Ef þeir eru undir pressu þá geta þeir sett háan bolta upp á Mitrovic og reyna þá að vinna seinni boltann. Mjög gott lið, náðu í stig á móti Liverpool og héldu svo bara áfram."

Guardiola hélt áfram að tala um Aleksandar Mitrovic en sóknarmaðurinn hefur verið öflugur til þessa.

„Stórhættulegur leikmaður sem skoraði helling af mörkum á síðustu leiktíð. Hann skorar mörk, hann er keppnismaður og lætur varnarmenn þurfa hafa mikið fyrir hlutunum. Þá er hann mjög góður í að klára færin."


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 36 25 8 3 83 37 +46 83
2 Arsenal 36 18 14 4 66 33 +33 68
3 Newcastle 36 20 6 10 68 45 +23 66
4 Chelsea 37 19 9 9 63 43 +20 66
5 Aston Villa 37 19 9 9 58 49 +9 66
6 Man City 36 19 8 9 67 43 +24 65
7 Nott. Forest 36 18 8 10 56 44 +12 62
8 Brentford 36 16 7 13 63 53 +10 55
9 Brighton 36 14 13 9 59 56 +3 55
10 Bournemouth 36 14 11 11 55 43 +12 53
11 Fulham 36 14 9 13 51 50 +1 51
12 Crystal Palace 36 12 13 11 46 48 -2 49
13 Everton 36 9 15 12 39 44 -5 42
14 Wolves 36 12 5 19 51 64 -13 41
15 West Ham 36 10 10 16 42 59 -17 40
16 Man Utd 37 10 9 18 42 54 -12 39
17 Tottenham 37 11 5 21 63 61 +2 38
18 Ipswich Town 36 4 10 22 35 77 -42 22
19 Leicester 36 5 7 24 31 78 -47 22
20 Southampton 36 2 6 28 25 82 -57 12
Athugasemdir
banner