Liverpool berst við spænsku risana um Wharton - Nkunku orðaður við Liverpool - Rodrygo í enska boltann?
   lau 05. nóvember 2022 09:31
Elvar Geir Magnússon
Lopetegui ráðinn stjóri Úlfanna (Staðfest)
Tekur við 14. nóvember
Julen Lopetegui hefur skrifað undir samning við Wolves og tekur við sem stjóri félagsins þann 14. nóvember, þegar HM hléið hefst. Félagið tilkynnti þetta núna í morgunsárið.

Spánverjinn var fyrsti kostur Úlfanna eftir að Bruno Lage var rekinn þann 2. október en hann hafnaði því í fyrstu að taka við liðinu. Hann vildi vera á Spáni til að hugsa um aldraðan föður sinn.

En honum hefur nú snúist hugur og tekur við liðinu seinna í þessum mánuði.

„Julen er toppþjálfari sem hefur mikla reynslu á hæsta stigi leiksins," segir Jeff Shi, stjórnarformaður Wolves. „Julen hefur verið fyrsti kostur frá upphafi og það verður gaman að taka á móti honum."

Lopetegui er 56 ára og hans fyrsti leikur með stjórnartaumana verður gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni þann 26. desember.

Lopetegui er fyrrum stjóri Real Madrid en hann var rekinn frá Sevilla eftir þrjú ár við stjórnvölinn eftir tap gegn Borussia Dortmund í Meistaradeildinni í október. Lopetegui var ráðinn stjóri Sevilla í júní 2019 og stýrði liðinu til Evrópudeildartitilsins 2020.

Hann átti að stýra Spáni á HM 2018 en var rekinn rétt fyrir mótið þar sem óánægja var hjá spænska sambandinu með að hann væri búinn að gera samkomulag um að taka við Real Madrid eftir mótið.

Steve Davis hefur verið stjóri Wolves til bráðabirgða og klárar síðustu leikina fyrir HM. Liðið hefur tapað þremur af síðustu fimm leikjum undir Davis og er í fallsæti.

Úlfarnir leika gegn Brighton á Molineux vellinum í dag klukkan 15:00, leika gegn Leeds í deildabikarnum á miðvikudag og svo gegn Arsenal í deildinni þann 12. nóvember.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 36 25 8 3 83 37 +46 83
2 Arsenal 36 18 14 4 66 33 +33 68
3 Newcastle 36 20 6 10 68 45 +23 66
4 Chelsea 37 19 9 9 63 43 +20 66
5 Aston Villa 37 19 9 9 58 49 +9 66
6 Man City 36 19 8 9 67 43 +24 65
7 Nott. Forest 36 18 8 10 56 44 +12 62
8 Brentford 36 16 7 13 63 53 +10 55
9 Brighton 36 14 13 9 59 56 +3 55
10 Bournemouth 36 14 11 11 55 43 +12 53
11 Fulham 36 14 9 13 51 50 +1 51
12 Crystal Palace 36 12 13 11 46 48 -2 49
13 Everton 36 9 15 12 39 44 -5 42
14 Wolves 36 12 5 19 51 64 -13 41
15 West Ham 36 10 10 16 42 59 -17 40
16 Man Utd 37 10 9 18 42 54 -12 39
17 Tottenham 37 11 5 21 63 61 +2 38
18 Ipswich Town 36 4 10 22 35 77 -42 22
19 Leicester 36 5 7 24 31 78 -47 22
20 Southampton 36 2 6 28 25 82 -57 12
Athugasemdir
banner
banner