Liverpool berst við spænsku risana um Wharton - Nkunku orðaður við Liverpool - Rodrygo í enska boltann?
   lau 05. nóvember 2022 11:25
Aksentije Milisic
„Mourinho hafði trú á mér þegar hlutirnir voru ekki að ganga upp”
Mynd: EPA

Nicolo Zaniolo, leikmaður Roma, átti magnað innkomu í sigri liðsins gegn Ludogorets á fimmtudaginn en Roma tókst þá að komast upp úr riðlinum í Evrópudeildinni.


Zaniolo hafði skorað í leiknum á undan sem endaði með 1-3 sigri á Hellas Verona en í þeim leik fékk hann högg og gat kappinn því ekki byrjað leikinn gegn Ludogorets.

Rómverjar voru að tapa í hálfleik en Zaniolo kom inn á og fiskaði tvær vítaspyrnur og kláraði svo leikinn með stórkoslegu einstaklingsframtaki.

„Ég verð að þakka Mourinho. Hann hefur alltaf haft trú á mér, líka þegar hlutirnir voru ekki að ganga upp fyrir mig. Ég sýndi það í dag að ég get verið mikilvægur hlekkur í liðinu,” sagði Ítalinn.

„Hann sagði mér að koma inn á og brjóta leikinn upp. Sem betur fer tókst það fullkomnlega.”

Zaniolo hefur tvívegis slitið krossband á sínum ferli en hann er leikmaður með mikla hæfileika og á hann enn mikið inni.

Það hefur vantað stöðugleika í frammistöður hans og þá hefur hann einnig verið í vandræðum með að hemja tilfinningar sínar á vellinum sem hefur skilað sér í gulum og rauðum spjöldum.

Hann virðist allur vera koma til upp á síðkastið en hann var öflugur í Sambandsdeildinni á síðustu leiktíð þar sem hann tryggði Rómverjum dolluna með sigurmarki gegn Feyenoord í úrslitaleiknum í Tírana.

Það er stórleikur á dagskrá hjá liðinu á morgun en þá mætast Roma og Lazio í nágrannaslag klukkan 17.


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 36 23 9 4 57 27 +30 78
2 Inter 36 23 8 5 75 33 +42 77
3 Atalanta 37 22 8 7 76 34 +42 74
4 Juventus 36 16 16 4 53 33 +20 64
5 Lazio 36 18 10 8 59 46 +13 64
6 Roma 36 18 9 9 51 34 +17 63
7 Bologna 36 16 14 6 54 41 +13 62
8 Milan 36 17 9 10 58 40 +18 60
9 Fiorentina 36 17 8 11 54 37 +17 59
10 Como 36 13 9 14 48 49 -1 48
11 Torino 36 10 14 12 39 42 -3 44
12 Udinese 36 12 8 16 39 51 -12 44
13 Genoa 37 9 13 15 34 48 -14 40
14 Cagliari 36 8 9 19 37 54 -17 33
15 Verona 36 9 6 21 31 64 -33 33
16 Parma 36 6 14 16 41 56 -15 32
17 Venezia 36 5 14 17 30 50 -20 29
18 Empoli 36 5 13 18 29 56 -27 28
19 Lecce 36 6 10 20 25 58 -33 28
20 Monza 36 3 9 24 27 64 -37 18
Athugasemdir