Liverpool berst við spænsku risana um Wharton - Nkunku orðaður við Liverpool - Rodrygo í enska boltann?
   lau 05. nóvember 2022 10:40
Aksentije Milisic
Sarri: Ef ég væri forseti Lazio myndi ég neita að taka þátt í Sambandsdeildinni

Maurizio Sarri, þjálfari Lazio á Ítalíu, var langt því frá að vera sáttur þegar liðinu hans mistókst að komast áfram í Evrópudeildinni.


Lazio tapaði 1-0 gegn Feyenoord í Hollandi og endaði í þriðja sæti riðilsins. Liðið mun því fara í Sambandsdeildina en þjálfari liðsins er langt því frá að vera sáttur.

„Ef ég væri Lotito forseti, þá myndi ég neita að taka þátt í Sambandsdeildinni eftir það sem við sáum í kvöld (á fimmtudaginn). Dómarateymið fór mjög illa með okkur,” sagði Sarri.

„Dómararnir voru hræðilegir. Það voru tvö brot í aðdragandanum þegar þeir skoruðu.”

Roma og Lazio mætast í nágrannaslag í Serie A deildinni á sunnudaginn en Jose Mourinho tók létt skot á Lazio eftir að liðinu mistókst að fara áfram í Evrópudeildinni. Roma tókst það hins vegar.

„Lazio er sigurstranglegasta liðið til þess að vinna Sambandsdeildina. En ég held að Igli Tare (yfirmaður fótboltamála hjá Lazio) vilji það ekki. Honum líkar illa við þessa keppni,” sagði Mourinho léttur.

Stuðningsmenn Lazio gerðu lítið úr sigri Roma í Sambandsdeildinni á síðasta tímabili en núna er liðið þeirra sjálft mætt í keppnina.


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 36 23 9 4 57 27 +30 78
2 Inter 36 23 8 5 75 33 +42 77
3 Atalanta 37 22 8 7 76 34 +42 74
4 Juventus 36 16 16 4 53 33 +20 64
5 Lazio 36 18 10 8 59 46 +13 64
6 Roma 36 18 9 9 51 34 +17 63
7 Bologna 36 16 14 6 54 41 +13 62
8 Milan 36 17 9 10 58 40 +18 60
9 Fiorentina 36 17 8 11 54 37 +17 59
10 Como 36 13 9 14 48 49 -1 48
11 Torino 36 10 14 12 39 42 -3 44
12 Udinese 36 12 8 16 39 51 -12 44
13 Genoa 37 9 13 15 34 48 -14 40
14 Cagliari 36 8 9 19 37 54 -17 33
15 Verona 36 9 6 21 31 64 -33 33
16 Parma 36 6 14 16 41 56 -15 32
17 Venezia 36 5 14 17 30 50 -20 29
18 Empoli 36 5 13 18 29 56 -27 28
19 Lecce 36 6 10 20 25 58 -33 28
20 Monza 36 3 9 24 27 64 -37 18
Athugasemdir