
Svava Rós Guðmundsdóttir varð norskur meistari með Brann fyrir tveimur vikum síðan. Í dag spilaði liðið í úrslitum bikarsins gegn Stabæk.
Brann var 2-0 yfir í hálfleik en Svava lagði upp síðara markið undir lok fyrri hálfleiks. Svava var ekki hætt að láta að sér kveða því hún lagði einnig upp þriðja mark Brann. Í bæði skiptin lagði hún upp fyrir hina sautján ára gömlu Signe Gaupset.
Stabæk minnaði muninn á 57. mínútu en Gaupset gulltryggði sigurinn tíu mínútum síðar, lokatölur 3-1.
Frábærar vikur fyrir Svövu og Brann. Natasha Anasi samdi við Brann í vikunni og mun ganga formlega til liðs við deildar og bikarmeistarana á nýju ári.
Athugasemdir