Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
   lau 05. nóvember 2022 16:27
Aksentije Milisic
Þýskaland: Sautján ára Moukoko með tvennu - Bayern vann Hertha
Choupo-Moting er sjóðandi heitur.
Choupo-Moting er sjóðandi heitur.
Mynd: EPA

Fimm leikjum var að ljúka í þýsku deildinni en spilað er í þrettándu umferð deildarinnar.


Borussia Dortmund mætti Bochum á heimavelli en gestirnir eru í fallbaráttu. Þeir gulklæddu áttu ekki í neinum vandræðum með gestina og unnu öruggan 3-0 sigur.

Hinn 17 ára gamli Youssoufa Moukoko skoraði tvennu í dag og var annað þeirra stórkostlegt skot af löngu færi. Dortmund er í þriðja sæti deildarinnar.

Bayern Munchen komst í 0-3 forystu á útivelli gegn Hertha Berlin þar sem Erik Choupo-Moting gerði tvennu. Heimamenn gáfust ekki upp og minnkuðu muninn fljótt í 2-3.

Nær komast Hertha ekki og sigur Bayern staðreynd. Bayern er komið í efsta sæti deildarinnar en Union Berlin á leik til góða.

RB Leipzig heimsótti Hoffenheim og vann góðan 1-3 sigur þar sem að Frakkinn öflugi Christopher Nkunku gerði tvennu fyrir gestina.

Wolfsburg vann Mainz á útivelli og þá vann Eintracht Frankfurt sigur á Augsburg. Úrslit og markaskorara dagsins má sjá hér fyrir neðan.

Borussia D. 3 - 0 Bochum
1-0 Youssoufa Moukoko ('8 )
2-0 Giovanni Reyna ('12 , víti)
3-0 Youssoufa Moukoko ('45 )

Mainz 0 - 3 Wolfsburg
0-1 Patrick Wimmer ('33 )
0-2 Maximilian Arnold ('70 )
0-3 R. Baku ('84)

Hoffenheim 1 - 3 RB Leipzig
0-1 Christopher Nkunku ('17 )
1-1 Georginio Rutter ('50 )
1-2 Christopher Nkunku ('57 )
1-3 Dani Olmo ('69 )

Augsburg 1 - 2 Eintracht Frankfurt
1-0 Mergim Berisha ('1 )
1-1 Sebastian Rode ('13 )
1-2 Ansgar Knauff ('64 )

Hertha 2 - 3 Bayern
0-1 Jamal Musiala ('12 )
0-2 Eric Choupo-Moting ('37 )
0-3 Eric Choupo-Moting ('38 )
1-3 Dodi Lukebakio ('40 )
2-3 Davie Selke ('45 , víti)


Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 9 9 0 0 33 4 +29 27
2 RB Leipzig 9 7 1 1 19 10 +9 22
3 Dortmund 9 6 2 1 15 6 +9 20
4 Stuttgart 9 6 0 3 14 10 +4 18
5 Leverkusen 9 5 2 2 18 14 +4 17
6 Hoffenheim 9 5 1 3 18 15 +3 16
7 Köln 9 4 2 3 16 12 +4 14
8 Eintracht Frankfurt 9 4 2 3 22 19 +3 14
9 Werder 9 3 3 3 13 17 -4 12
10 Union Berlin 9 3 2 4 11 15 -4 11
11 Freiburg 9 2 4 3 11 13 -2 10
12 Wolfsburg 9 2 2 5 11 16 -5 8
13 Hamburger 9 2 2 5 8 15 -7 8
14 Augsburg 9 2 1 6 12 21 -9 7
15 St. Pauli 9 2 1 6 8 18 -10 7
16 Gladbach 9 1 3 5 10 18 -8 6
17 Mainz 9 1 2 6 10 17 -7 5
18 Heidenheim 9 1 2 6 8 17 -9 5
Athugasemdir
banner