Arsenal, Chelsea og Man Utd hafa áhuga á Vlahovic - Liverpool reynir að halda stjörnunum - City gæti krækt í Zubimendi
   þri 05. nóvember 2024 14:30
Elvar Geir Magnússon
Benzema: Mbappe mun ekki taka stöðuna af Vinicius og þarf að aðlagast
Kylian Mbappe.
Kylian Mbappe.
Mynd: Getty Images
Karim Benzema.
Karim Benzema.
Mynd: EPA
Kylian Mbappe þarf að læra betur inn á það að spila sem fremsti maður því hann mun ekki verða settur á vinstri vænginn þar sem Vinicius Jr hefur eignað sér þá stöðu. Þetta segir Karim Benzema, fyrrum sóknarmaður Real Madrid.

Mbappe gekk í raðir Real Madrid í sumar og hefur skorað átta mörk í fjórtán leikjum fyrir félagið, hann hefur hinsvegar bara skorað eitt mark í síðustu fimm leikjum.

Vinstri vængurinn er uppáhalds staða Mbappe en Carlo Ancelotti stjóri Madrídinga hefur haldið Vinicius þar og Mbappe þurft að vera meira miðsvæðis.

„Þetta er ekki náttúruleg staða Mbappe, þegar hann spilar þessa stöðu þá sér maður að honum líður ekki sem best. En Vinicius er að spila vinstra megin og er að skipta sköpum í hverjum einasta leik," segir Benzema.

„Það eru miklar kröfur gerðar á Mbappe, þetta er ekki Paris St-Germain. Ef þú ferð í gegnum tvo eða þrjá leiki án þess að skora þá færðu að heyra það. Mbappe þarf að aðlagast nýrri stöðu því að mínu mati er Vinicius besti leikmaður heims í dag."

Benzema er næst markahæsti leikmaður í sögu Real Madrid en hann vann Ballon d'Or 2022. Hann gekk í raðir Al-Ittihad í Sádi-Arabíu á síðasta ári.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 17 12 2 3 50 19 +31 38
2 Real Madrid 16 11 3 2 34 13 +21 36
3 Atletico Madrid 16 10 5 1 30 11 +19 35
4 Athletic 17 9 5 3 26 15 +11 32
5 Villarreal 15 7 5 3 27 25 +2 26
6 Osasuna 16 6 6 4 22 25 -3 24
7 Real Sociedad 16 7 3 6 16 11 +5 24
8 Mallorca 17 7 3 7 16 20 -4 24
9 Girona 16 6 4 6 22 23 -1 22
10 Betis 16 5 6 5 18 20 -2 21
11 Celta 16 6 3 7 25 27 -2 21
12 Vallecano 15 5 4 6 15 16 -1 19
13 Sevilla 16 5 4 7 17 23 -6 19
14 Las Palmas 16 5 3 8 22 27 -5 18
15 Leganes 16 3 6 7 14 23 -9 15
16 Alaves 16 4 3 9 18 27 -9 15
17 Getafe 15 2 7 6 10 13 -3 13
18 Espanyol 14 4 1 9 15 27 -12 13
19 Valencia 14 2 4 8 13 22 -9 10
20 Valladolid 16 2 3 11 11 34 -23 9
Athugasemdir
banner
banner
banner