Arsenal, Chelsea og Man Utd hafa áhuga á Vlahovic - Liverpool reynir að halda stjörnunum - City gæti krækt í Zubimendi
   þri 05. nóvember 2024 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Carragher spáir því hvernig Amorim mun stilla upp hjá Man Utd
Ruben Amorim.
Ruben Amorim.
Mynd: Getty Images
Jamie Carragher, sérfræðingur Sky Sports, hefur spáð því hvernig Ruben Amorim mun stilla upp liðinu hjá Manchester United.

Amorim var ráðinn stjóri Man Utd í síðustu viku en hann tekur formlega við liðinu 11. nóvember.

Amorim mun líklega stilla upp þriggja manna varnarlínu hjá Man Utd en hann hefur nánast einungis notað slíkt kerfi hjá Sporting í Portúgal.

Carragher hefur trú á því að Lisandro Martinez geti blómstrað í þriggja manna varnarlínu en hann hefur ekki eins mikla trú á Harry Maguire og Matthijs de Ligt.

Það óvæntasta hjá Carragher er vinstri vængbakvarðarstaðan en þar setur hann kantmanninn Alejandro Garnacho. Amorim er mjög sóknarsinnaður en þessi útfærsla Carragher myndi örugglega skapa vandræði gegn stærri liðum.

Hér fyrir neðan má sjá útfærsluna hjá Carragher.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner