Liverpool undirbýr mettilboð í Alexander Isak - Rasmus Höjlund nálgast Napoli
   mið 05. desember 2018 15:06
Elvar Geir Magnússon
Kristófer Reyes í lið í taílensku úrvalsdeildinni (Staðfest)
Kristófer í leik með Fram á Laugardalsvelli.
Kristófer í leik með Fram á Laugardalsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn Kristófer Reyes hefur skrifað undir samning við taílenska úrvalsdeildarfélagið Ratchaburi Mitr Phol. Liðið hafnaði í 12. sæti í ár en nýtt tímabil hefst í febrúar.

Þessi 22 ára leikmaður spilaði nítján leiki með Fram í Inkasso-deildinni í sumar en hann hefur einnig leikið með Víkingi Ólafsvík.

Kristófer æfði í síðasta mánuði með landsliði Filippseyja. Ray Anthony Jónsson, þjálfari kvennaliðs Grindavíkur, spilaði með landsliði Filippseyja og fyrir hans tilstuðlan fór Kristófer út.

„Ég var að æfa með landsliðinu í byrjun nóvermber og þá voru menn að fylgjast með. Það voru 3-4 félög sem sýndu mér áhuga og ég ræddi við nokkra stjórnarmenn," segir Kristófer við Fótbolta.net.

„Svo gekk þetta allt mjög hratt fyrir sig og ég var kominn með samning í hendurnar áður en ég flaug heim. Eftir að ég var kominn heim kláruðum við að ganga frá ýmsum atriðum og svo var skrifað undir og gengið frá þessu."
Athugasemdir
banner