Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 05. desember 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Deschamps: Ekki besta frammistaða Mbappe með Frakklandi
Kylian Mbappe var magnaður gegn Póllandi
Kylian Mbappe var magnaður gegn Póllandi
Mynd: EPA
Kylian Mbappe skoraði tvö og lagði upp eitt í 3-1 sigri Frakklands á Póllandi í 16-liða úrslitum HM í Katar í gær en Didier Deschamps, þjálfari liðsins, var ekki nógu sannfærður með frammistöðu kappans.

Giroud kom Frakklandi yfir eftir sendingu frá Mbappe áður en þessi eldfljóti framherji bætti við tveimur mörkum til að ganga frá pólska liðinu.

Mbappe er nú búinn að skora níu mörk á tveimur heimsmeistaramótum en hann hefur þegar skorað fleiri mörk á mótinu en Diego Maradona og Cristiano Ronaldo.

„Við vitum allt um Kylian og höfum þegar séð hann. Hann talar á vellinum en hann átti ekki sinn besta leik í kvöld. Ég ætla ekki að saka hann um neitt en hann veit þetta sjálfur. Hann getur breytt leikjum á einu augnabliki.“

„Hann er að spila af mikilli gleði. Við viljum deila þessari gleði með honum. Frakkland þurfti frábæran Kylian Mbappe í kvöld og þjóðin fékk nákvæmlega það,“
sagði Deschamps.

Mbappe er markahæstur á HM með 5 mörk en hann hefur einnig lagt upp tvö mörk á mótinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner