Arsenal orðað við fjóra sóknarmenn - Real Madrid að sækja bróður Mbappe líka - Zidane efstur á lista Ratcliffe - Barcelona á eftir De Gea
banner
   þri 05. desember 2023 00:18
Elvar Geir Magnússon
„Engan veginn í takt við það sem við höfum verið að gera“
Mynd: Getty Images
Íslenska landsliðið skipað leikmönnum 20 ára og yngri var niðurlægt af Austurríki í hreinum úrslitaleik um sæti HM í Kólumbíu sem fer fram á næsta ári. Austurríki vann 6-0 sigur í leik þar sem allt gekk á afturfótunum hjá íslenska liðinu.

Lestu um leikinn: Ísland U20 0 -  6 Austurríki U20

„Það er mjög mikið svekkelsi með það hvernig þetta endaði hjá okkur. Þessi leikur var engan veginn í takt við það sem við höfum staðið fyrir og gert á þessu ári,“ sagði Margrét Magnúsdóttir þjálfari eftir útreiðina.

„Við vissum að þær myndu beita mikið af löngum boltum og við þyrftum að vera klárar í að vinna fyrsta og annan bolta. Við vorum ekki nægilega klárar í það, við vorum svolítið langt frá þeim og fengum það hressilega í andlitið."

„Auðvitað er það svekkjandi að vera einum leik frá stórmóti en ná ekki að spila betur en þetta. En þetta er lærdómur."

Margrét ræddi við samfélagsmiðla KSÍ eftir leikinn en viðtalið má sjá í heild hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner