Salah orðaður við Sádi-Arabíu og Tyrkland - Man Utd fær samkeppni frá Real Madrid um grískan táning - Spurs gætu gert tilboð í Van Hecke
banner
   fim 06. febrúar 2025 11:00
Elvar Geir Magnússon
Man Utd staðfestir krossbandaslit Martínez
„Manchester United getur staðfest að Lisandro Martínez varð fyrir krossbandameiðslum í leiknum gegn Crystal Palace á sunnudaginn," segir í yfirlýsingu frá Manchester United.

„Mat á meiðslunum stendur yfir til að ákvarða viðeigandi meðferðarferli og tímaáætlun fyrir endurhæfingu hans. Allir hjá Manchester United óska þess að ??Lisandro Martinez eigi farsælan bata og við munum styðja hann í hverju skref á leiðinni."

Martínez spilar ekki meira á næstunni og ljóst að tímabili hans er lokið, hann meiddist á vinstra hné í 2-0 tapi gegn Crystal Palace á laugardaginn.

Þetta er svakalegt högg fyrir United en Argentínumaðurinn hefur verið einn af mikilvægustu mönnum liðsins síðan hann kom frá Ajax fyrir þremur árum. Manchester United hefur átt erfitt tímabil.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 14 10 3 1 27 7 +20 33
2 Man City 14 9 1 4 32 16 +16 28
3 Aston Villa 14 8 3 3 20 14 +6 27
4 Chelsea 14 7 3 4 25 15 +10 24
5 Crystal Palace 14 6 5 3 18 11 +7 23
6 Sunderland 14 6 5 3 18 14 +4 23
7 Brighton 14 6 4 4 24 20 +4 22
8 Man Utd 14 6 4 4 22 21 +1 22
9 Liverpool 14 7 1 6 21 21 0 22
10 Everton 14 6 3 5 15 17 -2 21
11 Tottenham 14 5 4 5 23 18 +5 19
12 Newcastle 14 5 4 5 19 18 +1 19
13 Brentford 14 6 1 7 21 22 -1 19
14 Bournemouth 14 5 4 5 21 24 -3 19
15 Fulham 14 5 2 7 19 22 -3 17
16 Nott. Forest 14 4 3 7 14 22 -8 15
17 Leeds 14 4 2 8 16 26 -10 14
18 West Ham 14 3 3 8 16 28 -12 12
19 Burnley 14 3 1 10 15 28 -13 10
20 Wolves 14 0 2 12 7 29 -22 2
Athugasemdir
banner