þri 06. apríl 2021 22:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndband: Dómari fékk áritun frá Haaland beint eftir leik
Mynd: Getty Images
Rúmenska dómarateymið í leik Manchester City og Borussia Dortmund í Meistaradeildinni átti ekki alveg sitt besta kvöld.

Ovidiu Hategan, aðaldómari leiksins, var mikið í sviðsljósinu á meðan leiknum stóð.

Hann dæmdi vítaspyrnu fyrir City og tók það svo til baka. Svo tók hann mark af Borussia Dortmund sem var mjög umdeilt en hægt er að lesa nánar um það Lélegur leikþáttur Rodri og ömurleg dómgæsla.

Það vakti athygli eftir leik að aðstoðardómari Hategan stoppaði Erling Haaland, sóknarmann Dortmund, í leikmannagöngunum eftir leik og fékk eiginhandaráritun frá norska sóknarmanninum.

Owen Hargreaves, sem var sérfræðingur hjá BT Sport í kvöld, fannst þetta ekki líta vel út en hér að neðan má sjá myndband af þessu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner