Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   fim 06. maí 2021 20:39
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kroos svarar Mount og skýtur til baka: Svefninn er enn í lagi
Mynd: EPA
Það virðist sem orð Toni Kroos á blaðamannafundi fyrir leik Real Madrid og Chelsea hafi eitthvað setið í Mason Mount.

„Ég sá að Kroos sagði að hann missti engan svefn yfir neinum leikmanni Chelsea. Hann kannski missir svefn út af okkur sem liði," sagði Mount.

Kroos fór á Twitter og svaraði þessu: „Svefninn er ennþá í lagi. Vel gert í gær, til hamingju," skrifaði þýski miðjumaðurinn.

Kroos gat ekki hamið sig og bætti við: „Gangi þér vel í þínum fyrsta úrsltaleik í Meistaradeildinni."

Kroos hefur tekið þátt í þremur slíkum með Real Madrid og unnið í öll skiptin. Leikur liðanna í gær endaði með 2-0 sigri Chelsea sem mætir Manchester City í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.

Ummæli Kroos á blaðamannafundi fyrir leik: „Erfiðasti leikmaður við að eiga í Chelsea liðinu? Ég hef ekki misst svefn yfir neinum leikmanni á fimmtán árum. Þeir spila vel sem lið en ég get ekki nefnt neitt nafn."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner