Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 06. júní 2020 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gunnhildur Yrsa velur draumaliðið sitt
Mynd: Draumaliðsdeild 50skills
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir.
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, landsliðskona og leikmaður Utah Royals í bandarísku NWSL deildinni, er búin að velja draumaliðið sitt í Draumaliðsdeild 50 Skills. Keppni hefst í mótinu næsta föstudag, markaðurinn lokar klukkutíma fyrir fyrsta leik.

Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleik 50 Skills.

„Cecilía eða Stesó eins og hún vill vera kölluð stóð sig frabærlega með landsliðinu i mars og er með sjalfstraustið í botni," segir Gunnhildur. Liðið hennar heitir því skemmtilega nafni Pepp svepp og chili.

„Hallbera verður assist drottning með þennan vinstrifót sinn, hún verður eins og elding up og niður vinstri kantinn hjá val. Hún er eins og gott rauðvín og verður bara betri með árunum, þvílíkt vélmenni! Berglind Rós mun leiða fylki og vera lykilleikmaður hjá þeim í sumar. Anna Björk er svo mætt hungruð og mun peppa selfoss liðið áfram. Hún á líka eftir að lauma nokkrum mörkum inn í sumar með þessum löngu löppum. Hún verður lykillinn í því að Selfoss fái fá mörk á sig í sumar."

„Hún Adda á eftir að stjórna hlutunum á miðjunni í sterku liði Vals, gamla hefur engu gleymt. Karólína er mjög spennandi leikmaður. Hún er ung en hefur verið a spila frabærlega með u-19 ára landsliðinu og á eftir að vera mikilvæg i lið Blika í titilbaráttunni. Þarf ekki að segja meir en Rakel er mætt aftur og sú verður í stuði! Fanndís er svo ekki kölluð beastmode fyrir ekki neitt. Hún er ekki búin að vera æfa í bílskúrnum sínum í tvo mánuði, gamla er mætt til að skora mörk og vinna. Fylgist vel með henni í sumar, munið ekki sjá eftir því."

„Framlínan: Það er alltaf kraftur í Hólmfríði og það kemur alltaf eitthvað frá henni í hverjum leik, reynsla hennar er líka svakalega mikilvæg. Sveindís er kraftmikil og er tilbúin til að sanna sig í toppliði, verður gaman að fylgjast með henni í sumar. Að lokum er það Snædís María sem er spennandi lekmaður. Garðbæingur, þannig hún er með attitúd og leggur sig alla fram. Dugleg og mun skora nokkur mörk í sumar."


Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleik 50 Skills.

Sjá einnig:
Kristjana velur draumaliðið sitt
Sandra María velur draumaliðið sitt
Sif Atladóttir velur draumaliðið sitt
Glódís Perla velur draumaliðið sitt
Ingibjörg Sig velur draumaliðið sitt
Athugasemdir
banner
banner
banner