Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 06. júní 2020 15:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Bayern svaraði fljótt gegn Leverkusen
Bayern er með tíu stiga forskot á toppnum.
Bayern er með tíu stiga forskot á toppnum.
Mynd: Getty Images
Samúel Kári hefur ekki verið í hóp hjá Paderborn frá því að þýska úrvalsdeildin fór aftur af stað. Meiðsli hafa eitthvað verið að stríða honum.
Samúel Kári hefur ekki verið í hóp hjá Paderborn frá því að þýska úrvalsdeildin fór aftur af stað. Meiðsli hafa eitthvað verið að stríða honum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Wolfsburg er að vinna úrvalsdeild kvenna í Þýskalandi og í úrvalsdeild karla er það Bayern München sem er að stinga af.

Bayern heimsótti Bayer Leverkusen sem var án Kai Havertz vegna meiðsla. Leverkusen náði forystunni eftir níu mínútur með marki Lucas Alario, en forystan var ekki mjög langlíf og fljótlega var Bayern búið að snúa leiknum sér í vil.

Kingsley Coman jafnaði á 27. mínútu og fyrir leikhlé bættu Leon Goretzka og Serge Gnabry við mörkum. Markamaskínan Robert Lewandowski skoraði fjórða mark Bayern á 66. mínútu.

Florian Wirtz, strákur fæddur 2003, minnkaði muninn fyrir Leverkusen þegar lítið var eftir. Hver veit nema þarna sé annar efnilegur leikmaður sem gæti spilað stórt hlutverk í liðinu eftir nokkur ár, rétt eins og hinn tvítugi Havertz gerir núna.

Bayern er eftir sigurinn í dag með tíu stigum meira en Dortmund sem mætir Hertha Berlín klukkan 16:30. Leverkusen er í fimmta sæti með jafnmörg stig og Borussia Mönchengladbach, sem er í fjórða sæti - Meistaradeildarsæti.

RB Leipzig og Paderborn skildu jöfn. Paderborn jafnaði í 1-1 í uppbótartíma, en liðið hafði verið einum fleiri frá 43. mínútu eftir að Dayot Upamecano fékk rautt spjald. Samúel Kári Friðjónsson var ekki í leikmannahópi botnliðs Paderborn, en meiðsli hafa eitthvað verið að stríð honum síðustu vikurnar. RB Leipzig er í þriðja sæti, einu stigi á eftir Dortmund.

Mainz sótti mikilvægan sigur til Frankfurt og þá skildu Dusseldorf og Hoffenheim jöfn. Dusseldorf er í 16. sæti, þremur stigum frá Mainz, en liðið í 16. sæti fer í umspil við lið úr B-deild um sæti í úrvalsdeild á næstu leiktíð.

RB Leipzig 1 - 1 Paderborn
1-0 Patrik Schick ('27 )
1-1 Christian Strohdiek ('90 )
Rautt spjald: Dayot Upamecano, RB Leipzig ('43)

Bayer 2 - 4 Bayern
1-0 Lucas Alario ('9 )
1-1 Kingsley Coman ('27 )
1-2 Leon Goretzka ('42 )
1-3 Serge Gnabry ('45 )
1-4 Robert Lewandowski ('66 )
2-4 Florian Wirtz ('89 )

Eintracht Frankfurt 0 - 2 Mainz
0-1 Moussa Niakhate ('43 )
0-2 Pierre Kunde ('77 )

Fortuna Dusseldorf 2 - 2 Hoffenheim
1-0 Rouwen Hennings ('5 )
1-1 Munas Dabbur ('16 )
1-2 Steven Zuber ('61 )
2-2 Rouwen Hennings ('76 , víti)
Rautt spjald: Benjamin Hubner, Hoffenheim ('9)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner