Chiesa mögulegur arftaki Kvaratskhelia - Delap og Zirkzee orðaðir við Juventus
banner
   þri 06. júní 2023 20:20
Ívan Guðjón Baldursson
Arsenal er í viðræðum við Man City um Cancelo
Mynd: Bayern München

Arsenal er að reyna að kaupa portúgalska bakvörðinn Joao Cancelo frá Manchester City.


Cancelo er 29 ára gamall og hefur verið hjá Man City í fjögur ár. Honum lenti upp á kant við Pep Guardiola í vetur og var í kjölfarið lánaður til FC Bayern, sem ákvað þó að nýta ekki kaupmöguleikann sem fylgdi lánssamningnum. 

Sá kaupmöguleiki hljóðaði upp á 60 milljónir punda, sem er upphæðin sem City vill fá fyrir bakvörðinn fjölhæfa.

Arsenal er ekki reiðubúið til að borga svo mikið fyrir Cancelo og þá vill Man City helst ekki selja leikmanninn til keppinauta sinna eftir það sem gerðist með Gabriel Jesus og Oleksandr Zinchenko í fyrra.

Cancelo er hægri bakvörður að upplagi en getur einnig spilað sem vinstri bakvörður eða á köntunum. Hann hefur skorað 8 mörk í 42 landsleikjum með Portúgal og á 154 leiki að baki fyrir Man City.

Arsenal er að leita sér að miðverði, bakverði og miðjumanni í sumar og gæti Cancelo leyst bakvarðavandamál félagsins.


Athugasemdir
banner
banner