De Gea, Ramsdale, Guirassy, Nketiah, Varane, Maignan og fleiri í pakka dagsins
   þri 06. júní 2023 09:39
Elvar Geir Magnússon
Postecoglou nýr stjóri Tottenham (Staðfest)
Ange Postecoglou.
Ange Postecoglou.
Mynd: Getty Images
Ange Postecoglou hefur verið staðfestur sem nýr stjóri Tottenham og verður hann því fyrsti Ástralinn sem stýrir liði í ensku úrvalsdeildinni. Hann hefur gert fjögurra ára samning við Tottenham.

„Ange kemur inn með jákvætt hugarfar og vill spila hraðan sóknarbolta. Hann hefur gert vel í að þróa leikmenn og skilur mikilvægi þess að liðið tengist við akademíuna," segir Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham.

Postecoglou er fyrrum landsliðsmaður Ástralíu og stýrði svo landsliðinu. Hann gerði Yokohama F. Marinos að japönskum meisturum áður en hann fór til Skotlands og tók við Celtic.

Celtic vann þrennuna undir stjórn Postecoglou á þessu tímabili; skoska meistaratitilinn, bikarinn og deildabikarinn.

Tottenham hefur ekki verið með fastráðinn stjóra síðan Antonio Conte hætti í mars. Cristian Stellini og síðan Ryan Mason tóku við sem bráðabirgðastjórar. Tímabil Tottenham var vonbrigði og liðið endaði í áttunda sæti, missti af Evrópusæti.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 15 11 3 1 33 14 +19 36
2 Liverpool 14 9 4 1 32 14 +18 31
3 Man City 14 9 3 2 36 16 +20 30
4 Aston Villa 14 9 2 3 33 20 +13 29
5 Tottenham 14 8 3 3 28 20 +8 27
6 Newcastle 14 8 2 4 32 14 +18 26
7 Man Utd 14 8 0 6 16 17 -1 24
8 Brighton 14 6 4 4 30 26 +4 22
9 West Ham 14 6 3 5 24 24 0 21
10 Chelsea 14 5 4 5 25 22 +3 19
11 Brentford 14 5 4 5 22 19 +3 19
12 Wolves 15 5 3 7 20 25 -5 18
13 Crystal Palace 14 4 4 6 14 19 -5 16
14 Fulham 14 4 3 7 16 26 -10 15
15 Nott. Forest 14 3 4 7 16 22 -6 13
16 Bournemouth 14 3 4 7 16 30 -14 13
17 Luton 15 2 3 10 16 30 -14 9
18 Everton 14 5 2 7 15 20 -5 7
19 Burnley 15 2 1 12 15 33 -18 7
20 Sheffield Utd 14 1 2 11 11 39 -28 5
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner