Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
   fim 06. ágúst 2020 13:59
Elvar Geir Magnússon
Eric Garcia vill ekki skrifa undir nýjan samning við City
Á förum til Barcelona?
Pep Guardiola stjóri Manchester City segir að varnarmaðurinn ungi Eric Garcia hafi hafnað því að framlengja við félagið.

Þessi nítján ára gamli leikmaður endaði tímabilið sem byrjunarliðsmaður við hlið Aymeric Laporte í miðverðinum.

Hann á eitt ár eftir af samningi sínum en hefur verið orðaður við endurkomu til Barcelona á Spáni.

„Hann hefur sagt okkur það að hann vilji ekki framlengja. Ég tel að hann vilji spila annars staðar," segir Guardiola.

Mál Garcia er svipað og hjá Leroy Sane sem yfirgaf City og gekk í raðir Bayern München í sumar eftir að hafa hafnað því að gera nýjan samning.
Athugasemdir
banner