Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   fim 06. ágúst 2020 11:30
Elvar Geir Magnússon
Norwich tilbúið að hlusta á tilboð í Buendía
Norwich er tilbúið að hlusta á tilboð í argentínska sóknarmanninn Emi Buendía.

Norwich féll úr ensku úrvalsdeildinni á liðnu tímabili en þessi 23 ára leikmaður vill spila áfram í deildinni.

Leeds, sem komst upp, hefur lengi haft áhuga á Buendía en tapaði baráttunni um leikmanninn þegar hann gekk í raðir Norwich 2018.

Buendía á fjögur ár eftir af samningi sínum og talið er að hann gæti kostað um 20 milljónir punda.

Norwich keypti hann fyrir aðeins 1,3 milljónir punda frá Getafe á sínum tíma.
Athugasemdir