banner
   lau 06. ágúst 2022 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Klopp kvartar yfir HM - „Verð bara reiður að tala um þetta"
Jürgen Klopp mætti glaður á blaðamannafundinn en það breyttist er hann var spurður út í HM
Jürgen Klopp mætti glaður á blaðamannafundinn en það breyttist er hann var spurður út í HM
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Jürgen Klopp. stjóri Liverpool, var spurður út í heimsmeistaramótið sem fer fram í nóvember og desember á þessu ári, en það sást vel að hann var ekkert sérstaklega hrifinn af þeirr spurningu og líkti þessu öllu saman við loftslagsbreytingar.

HM er með öðruvísi móti þetta árið þar sem það er haldið í Katar en það er fram í nóvember og desember þar sem það er einfaldlega of heitt í Katar yfir sumartímann.

Þetta þýðir það að deildirnar fara í eins og hálfs mánaðar frí; Klopp ekki til mikillar hamingju. Hann hefur áður talað um leikjaálag í deildinni og þá sérstaklega yfir jólin en dagskráin verður sérstaklega þétt þetta tímabilið vegna HM.

Klopp gekk svo langt að líkja þessu vandamáli við loftslagsbreytingar í heiminum, að því leitinu til að það gerir enginn neitt í þessu vandamáli.

„Það er nóg að gerast ef þú ferð í úrslit HM eða spilar jafnvel um þriðja sætið. Ég var ekki reiður þegar ég kom hingað inn, en þegar ég byrja að tala um þetta þá reiðist ég."

„Það sem ég hef á móti þessu, eins og allir vita, er leikjaniðurröðunin er ekki í lagi, en það er ekki talað nógu mikið um það. Eitthvað verður að breytast."

„HM í ár fer fram á röngum tíma og af röngum ástæðum. Þetta er eins með loftslagið; við vitum að við þurfum að gera eitthvað í því en það er enginn að spyrja um hvað við þurfum að gera til að breyta því."

„Ég meina það auðvitað, engin spurning, en af hverju myndum við ekki tala um það og gera þetta almennilega og segja bara 'Jæja, dömur mínar og herrar hjá FIFA, UEFA, ensku úrvalsdeildinni og FA, byrjum að ræða saman',"
sagði Klopp á blaðamannafundinum.

“I mean that as well, no doubt about that, but why wouldn’t we really talk about that, just do it properly, and say ‘ladies and gentlemen of FIFA, UEFA, Premier League, FA, please start talking to each other’.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner