Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 06. september 2019 15:46
Magnús Már Einarsson
Lykilmaður Moldóva spenntur að mæta Emil
Icelandair
Artur Ionita í leik með Hellas Verona á sínum tíma.  Bakvið hann sést Emil Hallfreðsson.
Artur Ionita í leik með Hellas Verona á sínum tíma. Bakvið hann sést Emil Hallfreðsson.
Mynd: Getty Images
Artur Ionita er skærasta stjarna Moldavíu en hann spilar með Cagliari í Serie A á Ítalíu. Artur hefur lengi spilað í Serie A en hann var liðsfélagi Emils Hallfreðssonar hjá Hellas Verona á sínum tíma.

„Ég talaði við Emil í síma gær og sambandið á milli okkar er mjög gott. Ég hlakka til að hitta hann. Þó að það séu þrjú ár síðan við spiluðum síðast saman þá bíð ég spenntur eftir að mæta honum í leiknum á morgun," sagði Artur á fréttamannafundi í dag.

Moldavía vann Andorra 1-0 í júní en hefur tapað hinum þremur leikjum sínum í riðlinum til þessa.

„Við ætlum að berjast fyrir þessum þremur stigum, þau eru mikilvæg fyrir okkur. Við erum með frekar ungt lið og nýjan þjálfara svo við þurfum kannski smá tíma til að verða betri. Við ætlum samt að berjast og gera okkar besta," sagði Artur.

Smelltu hér til að kaupa miða á leikinn við Moldavíu

Sjá einnig:
Moldóvar hafa ekki unnið marga leiki - Eiga leikmann í Serie A
Athugasemdir
banner
banner
banner