PSG leiðir kapphlaupið um Salah - Tuchel á blaði Man Utd - Newcastle líklegt til að reyna aftur við Guehi
   fös 06. september 2024 17:26
Elvar Geir Magnússon
Íslendingar bjartsýnir fyrir leik kvöldsins
Icelandair
Frá landsliðsæfingu í vikunni.
Frá landsliðsæfingu í vikunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska landsliðið hefur leik í Þjóðadeildinn þegar liðið fær Svartfjallaland í heimsókn en flautað verður til leiks klukkan 18:45.

Þó Þjóðadeildin hafi gefið íslenska landsliðinu tækifæri á að komast á stórmót í gegnum umspil þá hafa strákarnir okkar enn ekki unnið leik í keppninni.

Sögulegur sigur San Marínó á Liechtenstein í gær gerði það að verkum að Ísland er eina þjóðin sem hefur ekki unnið leik í Þjóðadeildinni síðan keppnin var sett á laggirnar 2018.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  0 Svartfjallaland

Lesendur Fótbolta.net búast við því að það breytist í kvöld og sigur vinnist á Svartfellingum. Tæplega 73% spá íslenskum sigri.
Mynd: Fótbolti.net

Landslið karla - Þjóðadeild
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Tyrkland 2 1 1 0 3 - 1 +2 4
2.    Wales 2 1 1 0 2 - 1 +1 4
3.    Ísland 2 1 0 1 3 - 3 0 3
4.    Svartfjallaland 2 0 0 2 1 - 4 -3 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner