Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   fim 06. október 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Fékk tíðindin rétt eftir leik - „Þetta er rosalega erfitt fyrir mig"
Spænski þjálfarinn Julen Lopetegui fékk að vita það rétt eftir 4-1 tap Sevilla gegn Borussia Dortmund að hann væri ekki lengur þjálfari liðsins en hann frétti það áður en hann mætti á sinn síðasta blaðamannafund.

Sevilla hefur síðustu daga verið í viðræðum við argentínska þjálfarann Jorge Sampaoli og var greint frá því í argentínskum miðlum að hann myndi skrifa undir tveggja ára samning við félagið.

Lopetegui, sem tók við Sevilla árið 2019, stýrði liðinu til sigurs í Evrópudeildinni á fyrsta tímabili og tókst alltaf að ná í Meistaradeildarsæti á tíma sínum þar.

Eftir leikinn fékk hann tíðindin að hann væri ekki lengur þjálfari liðsins.

„Tilfinningalega er þetta rosalega erfitt fyrir mig. Ég er þakklátur Sevilla, stuðningsmönnunum og leikmönnunum sem hafa gefið mér þrjú falleg tímabil, en ég finn líka fyrir sorg að yfirgefa félag sem ég elska og mun alltaf eiga stað í mínu hjarta," sagði Lopetegui við blaðamenn.
Athugasemdir
banner