Mateta og Abraham á lista Villa - Tveir leikmenn orðaðir við Man Utd - Tottenham vill fá Curtis Jones
   sun 06. nóvember 2022 17:57
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Athletic: Hasenhuttl verður rekinn
Mynd: EPA
The Athletic greinir frá því að Southampton sé búið að ákveða að reka Ralph Hasenhuttl stjóra liðsins. Liðið tapaði 4-1 gegn Newcastle í dag.

Samkvæmt heimildum Athletic ætlaði Southampton að reka stjórann á meðan á HM stendur en nú er því haldið fram að hann verði rekinn fyrir síðasta leikinn gegn Liverpool fyrir stórmótið.

Hasenhuttl tók við liðinu árið 2018 og gengið hefur verið mikill rússíbani, liðið tapaði ansi stórt nokkrum sinnum en nú hefur stjórnin fengið nóg.

Liðið hefur aðeins unnið einn leik af síðustu níu.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 22 15 5 2 40 14 +26 50
2 Man City 22 13 4 5 45 21 +24 43
3 Aston Villa 22 13 4 5 33 25 +8 43
4 Liverpool 22 10 6 6 33 29 +4 36
5 Man Utd 22 9 8 5 38 32 +6 35
6 Chelsea 22 9 7 6 36 24 +12 34
7 Brentford 22 10 3 9 35 30 +5 33
8 Newcastle 22 9 6 7 32 27 +5 33
9 Sunderland 22 8 9 5 23 23 0 33
10 Everton 22 9 5 8 24 25 -1 32
11 Fulham 22 9 4 9 30 31 -1 31
12 Brighton 22 7 9 6 32 29 +3 30
13 Crystal Palace 22 7 7 8 23 25 -2 28
14 Tottenham 22 7 6 9 31 29 +2 27
15 Bournemouth 22 6 9 7 35 41 -6 27
16 Leeds 22 6 7 9 30 37 -7 25
17 Nott. Forest 22 6 4 12 21 34 -13 22
18 West Ham 22 4 5 13 24 44 -20 17
19 Burnley 22 3 5 14 23 42 -19 14
20 Wolves 22 1 5 16 15 41 -26 8
Athugasemdir
banner
banner