Liverpool berst við spænsku risana um Wharton - Nkunku orðaður við Liverpool - Rodrygo í enska boltann?
   sun 06. nóvember 2022 16:42
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Klopp veit ekkert við hverju má búast af Tottenham
Mynd: EPA

Leikur Tottenham og Liverpool er ný hafinn en margir leikmenn Tottenham eru frá vegna meiðsla eða ný komnir úr meiðslum.


Conte er bara með einn sóknarmann í byrjunarliðinu, Harry Kane, en Jurgen Klopp er ekki viss hvernig uppstillingin er á liði Tottenham.

„Tottenham eru sterkir í skyndisóknum svo ef þú tapar boltanum er erfitt að vera þéttir á þeim tímapunkti. Við vitum ekki hvernig þeir stilla upp, það eru þrír möguleikar, 5-4-1, 5-1-3-1 og 5-3-2," sagði Klopp.

Conte sagði að það hafi ekki verið auðvelt að setja saman lið. Hann sé þó ánægður að Kulusevski og Lucas Moura séu byrjaðir að æfa.


Athugasemdir
banner