Hlusta á tilboð í Mateta næsta sumar - Mainoo efstur á óskalista Napoli - Ungur Þjóðverji á blaði hjá Liverpool og Man Utd
   þri 06. desember 2022 16:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jesus á leið í aðgerð á hné - Fer Arsenal á markaðinn?
Gabriel Jesus verður frá í talsverðan tíma vegna hnémeiðsla sem hann varð fyrir með brasilíska landsliðinu á dögunum. Hann haltraði af velli í leik Brasilíu gegn Kamerún.

Greint var frá því um helgina að Jesus yrði frá í þrjá mánuði. Nú er komið í ljós að hann þarf að fara í aðgerð vegna liðbandameiðsla og fer hann í aðgerðina í dag.

Þetta eru ekki góðar fréttir fyrir Arsenal sem er í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar og hefur Jesus verið algjör lykilmaður í velgengni liðsins. Óvíst er hversu lengi Jesus verður frá, það fer allt eftir því hvernig aðgerðin og endurkomuferlið lukkast.

Arsenal gæti þurft að skoða félagsskiptamarkaðinn þar sem kostirnir í fremstu stöðu eru ekki ýkja margir í leikmannahópnum. Eins og staðan er núna er Eddie Nketiah líklega fyrsti kostur í stöðuna en kantmaðurinn Gabriel Martinelli gæti þó mögulega leyst hana.

Arsenal ætlaði sér að fá inn kantmann í janúar en þau plön gætu breyst eftir meiðsli Jesus. Mykhaylo Mudryk hjá Shakhtar Donetsk var efstur á óskalistanum en spurning er hvort Arsenal þurfi að horfa annað í leit að liðsstyrk, að einhverjum sem getur farið beint í fremstu stöðu.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 14 10 3 1 27 7 +20 33
2 Man City 14 9 1 4 32 16 +16 28
3 Aston Villa 14 8 3 3 20 14 +6 27
4 Chelsea 14 7 3 4 25 15 +10 24
5 Crystal Palace 14 6 5 3 18 11 +7 23
6 Sunderland 14 6 5 3 18 14 +4 23
7 Brighton 14 6 4 4 24 20 +4 22
8 Man Utd 14 6 4 4 22 21 +1 22
9 Liverpool 14 7 1 6 21 21 0 22
10 Everton 14 6 3 5 15 17 -2 21
11 Tottenham 14 5 4 5 23 18 +5 19
12 Newcastle 14 5 4 5 19 18 +1 19
13 Brentford 14 6 1 7 21 22 -1 19
14 Bournemouth 14 5 4 5 21 24 -3 19
15 Fulham 14 5 2 7 19 22 -3 17
16 Nott. Forest 14 4 3 7 14 22 -8 15
17 Leeds 14 4 2 8 16 26 -10 14
18 West Ham 14 3 3 8 16 28 -12 12
19 Burnley 14 3 1 10 15 28 -13 10
20 Wolves 14 0 2 12 7 29 -22 2
Athugasemdir
banner