Diaz, Salah, Gallagher, Jorginho, Greenwood, Cancelo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 06. desember 2022 19:42
Elvar Geir Magnússon
Ronaldo fagnaði með 39 ára Pepe sem tvöfaldaði forystuna
Mynd: Getty Images
Pepe er 39 ára og 283 daga gamall en þessi reynslumikli varnarmaður er enn í miklum gír og tvöfaldaði forystu Portúgal gegn Sviss.

Pepe reis hæst allra í teignum og skoraði á 33. mínútu eftir fyrirgjöf Bruno Fernandes. Hann er elsti markaskorari í sögu útsláttarkeppni HM.

Allir varamenn portúgalska liðsins, þar á meðal Cristiano Ronaldo, fóru að gamla manninum til að fagna honum.

Það er stutt í hálfleik og Portúgal 2-0 yfir. Stefnir í að það verði Portúgal sem mun leika gegn Marokkó í 8-liða úrslitum HM.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner