Aston Villa reynir við Cunha - Barcelona getur ekki fengið Rashford - Duran til Sádi-Arabíu?
   fös 06. desember 2024 22:15
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Fyrsti sigur Celta Vigo í mánuð
Iago Aspas skoraði seinna mark Celta
Iago Aspas skoraði seinna mark Celta
Mynd: Getty Images
Celta 2 - 0 Mallorca
1-0 Hugo Alvarez Antunez ('32 )
2-0 Iago Aspas ('82 )
Rautt spjald: Antonio Raillo, Mallorca ('78)

Celta Vigo vann sinn fyrsta leik í rúman mánuð er liðið lagði Mallorca að velli, 2-0, í La Liga í kvöld.

Fyrsta skotið sem rataði á mark Mallorca hafnaði í netinu en Hugo Alvarez gerði það eftir undirbúnin Ilaix Moriba. Alvarez skoraði með góðu skoti sem fór upp við stöng, en þetta var þriðja mark hans í deildinni.

Iago Aspas kom inn af bekknum fyrir meiddan Fernando Lopez undir lok hálfleiksins og gerði hann annað markið sem gerði út um leikinn á 78. mínútu.

Fjórum mínútum áður hafði dómarinn rekið Antonio Raillo, varnarmann Mallorca, af velli fyrir að handleika boltann fyrir utan teig.

Heimamenn sigldu þessu örugglega í höfn og unnu sinn fyrsta leik síðan í byrjun nóvember. Celta Vigo er í 10. sæti með 21 stig en Mallorca í 6. sæti 24 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner