Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 07. febrúar 2023 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Vill að allt verði gert til að halda Arnóri hjá félaginu
Arnór hafði tilefni til að fagna reglulega á síðasta tímabili.
Arnór hafði tilefni til að fagna reglulega á síðasta tímabili.
Mynd: Guðmundur Svansson
Glenn Riddersholm.
Glenn Riddersholm.
Mynd: Norrköping
Glen Riddersholm, þjálfari Norrköping, vonast til að fá að vinna með íslenska landsliðsmanninum Arnóri Sigurðssyni í langan tíma. Arnór er sem stendur á láni hjá Norrköping frá CSKA í Rússlandi. Lánssamningurinn gildir fram á mitt sumar.

Hann kom um mitt síðasta sumar þegar FIFA setti þá reglu að leikmenn liða í Rússlandi væri frjálst að yfirgefa sín félög í eitt ár. Arnór kom eins og stormsveipur inn í sænsku deildina og var einn allra besti leikmaður deildarinnar seinni hluta tímabilsins.

Riddersholm vonast til að geta fengið Arnór alfarið til félagsins. „Ég væri til í að aðilar í kringum félagið, stuðningsaðilar og stjórnarmeðlimir, taki höndum saman og segi helst í dag að það verði allt gert til að halda Arnóri hjá félaginu."

„Kannski bara út næsta tímabil, þá getur hann farið og tekið skref upp á við,"
sagði Riddersholm við Fotbollskanalen.

„Ég vonast til að vinna með honum í mjög langan tíma. Hann verður einungis áfram ef við sýnum að við erum tilbúnir að leggja á okkur, því hann er topp leikmaður."

„Við sem félag verðum að sýna að við viljum vera í hæsta gæðaflokki. Líka eftir tvö eða þrjú ár. Það er það sem drífur hann áfram,"
sagði Riddersholm.

Arnór skoraði sex mörk og lagði upp fjögur í ellefu leikjum fyrir Norrköping á síðasta tímabili. Norrköping er um þessar mundir að undirbúa sig fyrir komandi tímabil í Allsvenskan.

Viðtal við Arnór:
Geta ekki sagt neitt eða gert neitt út af þessu FIFA ákvæði (15. des)
Útvarpsþátturinn - HM með smassbræðrum, Arnór og ÓMK
Athugasemdir
banner
banner
banner