Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 07. febrúar 2023 14:58
Elvar Geir Magnússon
Zaniolo flýgur til Tyrklands - Galatasaray búið að ná samkomulagi við Roma
Mynd: EPA
Roma hefur gefið Nicolo Zaniolo grænt ljós á að fljúga til Istanbúl og ganga frá skiptum yfir til Galatsaray.

Þessi 23 ára ítalski sóknarmaður fór yfir til Mílanó í morgun og beið eftir því að tyrkneska félagið næði samningum við Roma.

Sagt er að Galatasaray borgi Roma yfir 20 milljónir evra samtals fyrir leikmanninn.

Gianluca Di Marzio segir að Zaniolo muni gera fjögurra ára samning við Galatsaray eftir að hafa gengist undir læknisskoðun.

Zaniolo hefur átt erfitt tímabil hjá Roma og fékk stuðningsmenn liðsins upp á móti sér þegar hann vildi yfirgefa félagið. Hann var orðaður við ensk úrvalsdeildarfélög í janúarglugganum.
Athugasemdir
banner
banner
banner